In Heilsublogg, Rafmagn og heilsa

Lífsveiflutæknin eða Bioresonance Theraphy á sér margar hliðar. Tíðnir frá hljóðfærum eða söngrödd geta haft jákvæð áhrif á ýmsa kvilla og kannast margir við það. Í krafti raffræðinnar eru framleidd ýmiss tæki til að greina og meðhöndla líkama manna og dýra og eru útfærslurnar mismunandi. Það er rauður þráður hjá meðferðaaðlilum að valda ekki skaða á sínum skjólstæðingum enda eru flestir meðferðaraðilar fagfólk með ýmiskonar menntun sem beitir sinni tækni af bestu getu og samvisku. Meðferðartæki í lífsveiflutækni eiga það sameiginlegt að gefa frá sér rafsvið, segulsvið eða útvarpsbylgjur á tilteknum tíðnum til að ná fram örvun á ákveðnum hlutum líkamans. Sum tækin gefa frá sér rafspennu og er þá sett all há spenna á hendur eða úlnliði og rafeindum troðið inn í líkamann. Þetta getur ert taugakerfi og valdið miklum óþægindum en spurning hvort þetta hafi einhverjar aðrar hliðarverkanir. Í Bioresonance by Paul Schmidt, framleiðanda Rayonex, er byggt á rannsóknum Paul Schmidt Akademy og í þeim fræðum kemur ýmislegt áhugavert fram. Rafspenna eða rafsegulsvið getur truflað og valdið lokun á nokkrum nálastungupunktum. Þar má nefna Milta rás, punkt númer 10 (Sue Hae), magarás númer 17 (Jou Tchong)l Gallblöðrurás númer 40 (Tsiou Chu), Blöðrurás, punkt númer 28 (Prang Koang Yu). Einnig geta rafsegulsvið og rafspenna haft áhrif á tíðnir sem tengjast hjarta og huga og þannig truflað andlegt ástand. Það er mjög mikilvægt að þeir fagaðilar sem vinna við Lífsveiflutækni noti búnað sem ekki gefur frá sér háar spennur, rafsegulsvið eða rafsvið sem getur haft neikvæð hliðaráhrif á einstaklinga. Það má lika nefna það að fólk sem lent hefur í myglu er gjarnan með fjölefnaóþol og í tengslum við það jafnframt rafóþol. Þeir einstaklingar bera mögulega skaða af tækni sem gefur rafspennu eða rafsegulsvið af einhverjum styrk. Það sem einkennir tæki fagfólks í þessum bransa er að tækin þeirra gefa frá sér mjög daufar rafbylgjur, þannig að jafnvel fólk með svæsið rafóþol finnur ekki fyrir neikvæðum áhrifum. Undirritaður lærði Bioresonance Medicine hjá Biomedic Foundation í London og voru kennarar flestir læknar eða Natur þerapistar. Þar var áhersla lögð á aukaverkunarfríar meðferðir með heildrænni nálgun og alls ekki taka áhættu á að valda skjólstæðingum skaða.

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilaboð og við höfum samband.