In Heilsublogg

Vatn en okkur öllum lífsnauðsynlegt. Það nærir allt líf á jörðinni og án þess væri ekkert líf. Vatnið virðist eiga sér margar hliðar. Undirritaður tileinkaði hluta bókarinnar Rafsegulsvið! Hætta eða hugarvíl? vatninu og merkilegum eiginleikum þess. Þar er greint frá rannsóknum Jaques Benveniste í París á minniseiginleikum vatns. Vatn virðist breyta sér eftir því hvar það er, við hvað það kemur og jafnvel tileinkað sér tilfinningar. Í rannsóknum vísindamannsins Masaru Emoto kemur fram að kristalmyndun í frosnu vatni er æði misjöfn eftir því hvar það hefur verið og hvernig það hefur verið meðhöndlað. Þá getur skipt máli hvaða tónlist er spiluð, hitun með mismunandi tækjum og jafnvel hugsanir.

Benveniste fékk birta grein í Nature um rannsóknir sínar og greindi þar frá stórmerkilegum eiginleikum vatnsins. Það varð mikið fjaðrafok og í stuttu máli þá var Benveniste dæmdur af vísindasamfélaginu sem loddari og fullyrt að hann hefði falsað þessar niðurstöður til að vekja á sér athygli. Heimurinn virtist ekki tilbúinn fyrir þær niðurstöður sem hann birti. Hann dó nokkru síðar sár og reiður. Vísindamenn taka ekki svo glatt inn byltingarkenndar hugmyndir jafnvel þó þær séu byggðar á traustum rannsóknum. 

Nokkrum árum síðar hóf vísindamaðurinn Luc Montagnier rannsóknir á árangri Benveniste og sannfærðist um að hann hefði verið að gera merkilegar uppgötvanir. Montagnier er ekki hver sem er heldur er hér á ferðinni nóbelsverðlaunahafi sem hlaut verðlaunin fyrir uppgötvun á HIV veirunni sem veldur alnæmi. Montagnier galt þetta brölt þó dýru verði því vísindaheimurinn sneri við hann baki. Sjá má þátt um rannsóknir hans á Youtube hér.

Forvitnilegt er að skoða myndbönd um Masaru Emoto þar sem hann rannsakar kristalmyndun vatns eftir viðveru í tónlist eða hugsanir. Sjá má ágætt myndband hér.

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilaboð og við höfum samband.