In Heilsublogg

Viktor_Schauberger var asturríkismaður fæddur 1885 og fór snemma að vekja athygli á athugunum sínum á eiginleikum rennandi vatns. Hann hafði sérstaka hæfileika til að greina eðli náttúrunnar og velti fyrir sér hegðun rennandi vatns í lækjum og ám en einnig hvernig vatn hegðar sér þegar það kemur í snertingu við jarðveg svo sem rigningu. Fyrir all mörgum árum vakti Einar Þorsteinn hönnuður með meiru athygli á Schauberger og rannsóknum hans og skrifaði áhugaverða grein um hann í morgunblaðið. Schauberger fann upp aðferðir til að fleyta trjábolum langar leiðir í litlum skurðum eða rásum og hann taldi víst að hægt væri að toga heilmikla orku úr rennandi vatni, orku sem mætti jafnvel virkja. Hann fann upp leiðir til að hækka orkustig vatns til að nota það í lækningaskyni. Hann fullyrti að vatn sem kemur beint upp úr uppsprettu sé heilsusamlegt og ríkt af orku en vatn sem hefur runnið um rör langar leiðir sé orðið dautt og hafi ekki bestu mögulegu áhrif á líðan og heilsu. Schauberger var mjög í nöp við mótora og vélar sem notuðu sprengitækni og hélt því fram að þessi tækni raskaði jafnvægi náttúrunnar. Það er líklega orð að sönnu samanber umræðuna um hnattlæga hlýnun og hamfarir sem orðið hafa vegna breytinga á veðurfari. Mynd um Schauberger er vel þess virði að skoða.

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilaboð og við höfum samband.