In Heilsublogg

Lífsveiflutæknin byggir á þeirri hugmyndafræði að allt líf og umhverfi okkar sé orka. Þetta kemur heim og saman við kenningar skammtafræðinnar sem segir að allt efni sé í raun tíðnir, bara mis háar. Meðferðir með lífsveiflutækni sýna glöggt hvernig hægt er að hafa áhrif á lifandi frumur og vefi án tilkomu efna. Daufar rafbylgjur á nákvæmu tíðnisviði hafa þessi áhrif. Í náttúrunni allt umhverfis okkur eru lífsveifluáhrif. Sólin er stærsti lífsveiflugjafi og það er þekkt hversu heilandi það er að njóta sólar. Það sama má segja um náttúruna. Ganga um náttúruna hefur heilandi áhrif. Ganga berfættur er enn betra. Snerting við náttúruna er lífsveiflugjafi því efnasambönd, kristallar, vatn, steinefni og lifandi efni gefur af sér tíðnir sem geta örvað umhverfi sitt. Þegar þreytt borgarbarn fer í sveitina upplifir það endurnæringu og aukna líforku. Það sama á við um sólaströnd eða sjóböð. Máttur náttúrunnar er mikill, hún er lifandi og geislar lífsveiflum sem næra allt líf. Það virðist sem umhverfi okkar í borginni sé snautt af líforku. Orsökin mögulega einhæft efnisval í húsum eins og steinsteypa sem er frekar líflaust efni. Einnig má nefna að raffræðileg tenging við náttúruna er oftast léleg. Hús eru snauð af mínusjónum og vegna krafta frá jónahvolfinu losa húsin jónir án þess að þær endurnýist. Þannig einangrum við okkur frá náttúrunni og því miður kemur það niður á heilsu okkar og líðan. Það er hægt að sækja sér líforku með útiveru, hreyfingu, sundi, sjóböðum og hollum lifandi mat eins og grænmeti og ávöxtum. Einnig er hægt að setja upp hjá sér lífsveifluvaka sem auka úrval lífsveiflna innan dyra sem hjálpa líkama að halda sér í jafnvægi. Jafnvægið (homeostasis) er mikilvægt til að takast á við verkefni dagsins og samskipti. Eðalsteinar ýmiskonar, blóm og lífsveiflugjafar geta hjálpað til að halda jafnvægi en einnig má bæta jarðtengingar húsa. Jafnvel má jarðtengja sig innan dyra. Hægt er að fá búnað eins og vírofin teppi til að sofa á og þau er hægt að jarðtengja með skauti sem rekið er í jörðu. Um þetta má lesa á vefum eins og Earthing og Grounding.

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur skilaboð og við höfum samband.